fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Magnús Hlynur og Anna Margrét: „Þökkum Guði fyrir það að þetta flykki hafi ekki lent á framrúðu bílsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. nóvember 2024 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Anna Margrét Magnúsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður lentu í óhugnanlegu atviki í umferðinni í gær og óska eftir því að ná tala af vörubílstjóra sem þar átti í hlut.

„Kæri vörubílstjóri! sem við mættum á Suðurlandsveginum á leið okkar til Reykjavíkur um kl 12.45 í dag (8/11/2024) þegar við keyrðum upp úr „dældinni“ við Skíðaskálann í Hveradölum!!! Viltu vera svo vænn og hugrakkur að setja þig í samband við okkur. Um leið og við mættum þér féll að palli þínum, á ógnarhraða, stærðarinnar, að því að okkur sýndist, einhverskonar brúsi, sem skall á bílnum okkar og sprakk,“ segir Anna Margrét á Facebook-síðu sinni en hún veitti DV góðfúslega leyfi til að greina frá efni færslunnar.

Anna Margrét segir í samtali við DV að mikilvægt sé að vekja athygli á atvikinu svo slíkt endurtaki sig ekki.

Hún skýrir frá því í færslu sinni að þau hafi verið á vinstri akrein með bíl við hlið sér hægra megin og vegrið á vinsri hönd. Þau sáu því ekki bílnúmer vörubílsins og gátu ekki stöðvað sökum umferðar og aðstæðna.

Hún segir síðan:

„Við þökkum Guði fyrir það að þetta flykki hafi ekki lent á framrúðu bílsins, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Örugglega hefði það endað töluvert illa, bæði fyrir okkur sjálf og þá sem í kringum okkur voru.

Tjónið er samt sem áður töluvert, auðvitað ætlar ekki nokkur maður að verða valdur af svona löguðu og þess vegna biðjum við til þess sem málið varðar, eða þeirra sem til sáu, ef einhverjir voru, að hafa samband við okkur.“

Vörubílstjórinn sem í hlut átti er eindregið hvattur til að hafa samband við Önnu Margréti með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands