fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Greenwood sagður skoða það að lögsækja United

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. nóvember 2024 11:00

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood er sagður skoða það að fara í mál við Manchester United í kjölfarið af því að Benjamin Mendy vann mál sitt við Manchester City.

Ensk blöð segja frá þessu í dag en Greenwood var seldur frá United til Marseille í sumar.

Mendy vann mál sitt við City en félagið borgaði honum ekki laun þegar hann var ákærður fyrir kynferðisbrot. Mendy var hreinsaður af öllum ásökunum og vann málið.

Mál Greenwood og Mendy eru þó ekki eins, City hætti að borga Mendy laun en Greenwood fékk laun sín frá United þegar hann var sakaður um kynferðisbrot.

Mál Greenwood var fellt niður en hann er sagður skoða það að sækja Untied til saka fyrir það að hafa misst framtíðar tekjur eftir að hafa verið settur til hliðar vegna málsins.

Málið hefur haft áhrif á fótboltaferil Greenwood en hann spilaði ekki í rúmt ár þegar málið kom upp. Á sínum tíma var Greenwood einn efnilegasti leikmaður í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“
433Sport
Í gær

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd
433Sport
Í gær

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við