fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Falinn fjársjóður á Degi einhleypra

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2024 09:34

Brynja Dan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefurinn 1111.is fór í loftið á ný í gærkvöldi en Brynja Dan heldur um alla þræði sem fyrr. Hún segir að undirbúninginn hafa gengið vel, enda sé þetta í tíunda skiptið sem jólagjafahandbókin, eins og hún kallar hana, kemur út á Degi einhleypra.

Við vorum frekar snemma á ferð í ár en einhvern veginn endar maður alltaf í stressi samt, ætli það sé ekki bara óumflýjanlegt? En það er alltaf gaman að renna yfir listann og sjá gömul og góð fyrirtæki sem hafa fylgt okkur í mörg ár í bland við ný,segir hún.

Tilboðin á síðunni eru skipulega flokkuð eftir því hvers konar vörur fyrirtækin bjóða.

Það sem kannski er svona að breytast er að það eru alltaf að bætast við nýjar upplifanir og það er ótrúlega gaman að sjá hvað sá flokkur hefur stækkað.

Brynja segist vera excel-týpan þegar hún er spurð að því hvort hún eigi einhver ráð fyrir þá sem vilja skipuleggja innkaupin vel á Degi einhleypra.

Ég er með allar gjafir síðustu árin í skjali svo ég sjái hvað hver fékk, en við ætlum að opna frekar snemma í ár eða á föstudagskvöldið svo fólk hafi alla helgina og út mánudag til að skoða og klára jólainnkaupin. Ég mæli með að skoða vel því það er, án gríns, falinn fjársjóður af allskonar hugmyndum sem koma svo skemmtilega á óvart.

Það er gaman að gefa sér tíma í þetta og fá þetta svo bara sent heim með Póstinum eða beint í póstboxið og geta slakað á næstu vikurnar fram að jólum. Stressið er þá að minnsta kosti úr sögunni. Það eru svo auðvitað veglegir afslættir og ég hvet fólk til að nýta sér þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“