Carlo Ancelotti er ekki rétti maðurinn fyrir lið Real Madrid í dag að sögn goðsagnarinnar Predrag Mijatovic.
Mijatovic spilaði með Real á sínum tíma en hans fyrrum félag er í vandræðum þessa dagana undir stjórn Ancelotti.
Real tapaði 3-1 gegn AC Milan á heimavelli í Meistaradeildinni í vikunni og þá lauk síðasta deildarleik með 4-0 tapi einnig heima gegn Barcelona.
,,Það sem ég hef á tilfinningunni er að Ancelotti sé búinn að missa klefann og hópinn,“ sagði Mijatovic.
,,Allar þessar breytingar sem hann hefur gert, hann vissi ekki hvert hann ætti að taka liðið eða hvernig hann átti að bregðast við.“
,,Lausnir? Þær eru fáar. Ég veit ekki hvort hann sé fær um að bregðast við þessu og ná að hvetja leikmennina áfram.“