fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Furðulegt bílslys – Óvíst hvort ökumaður vörubíls hafi tekið eftir að hafa valdið dauða konu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. nóvember 2024 19:00

Rannsókn á vettvangi slyssins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona á fimmtugsaldri lést í hræðilegu en jafn framt undarlegu bílslysi þegar hún keyrði fyrir aftan stóran vörubíl nálægt borginni Melbourne í gær. Bílarnir skullu ekki saman heldur féll málmhlutur af vörubílnum í gegnum bílrúðuna hjá konunni sem lést samstundis. Leitað er að ökumanni vörubílsins.

Ástralska blaðið The Herald Sun greinir frá þessu. Konan hét Mary-Anne Cutajar og var 46 ára gömul, fjögurra barna móðir frá bænum Deer Park. Hún var að keyra eftir M80 þjóðveginum nærri Altona um klukkan 16:00 á fimmtudag þegar slysið gerðist.

Samkvæmt lögreglunni er talið að hún hafi keyrt á eftir stórum hvítum vörubíl. Af þessum vörubíl hafi fallið stórt og þungt málmverkfæri (Riv-Nail Driver System), sem sérstaklega er notað til að laga færibönd í námugreftri eða matvælaframleiðslu. Verkfærið hafi fallið í götuna og skoppað af henni og endað framan á bíl Cutajar, mölvað framrúðuna og skollið á henni sjálfri.

„Við erum öll í áfalli, við skiljum ekki hvernig þetta gat gerst,“ sagði einn fjölskyldumeðlimur Cutajar.

Óska eftir myndefni

Ökumaður vörubílsins stöðvaði ekki heldur hélt áfram í áttina að Altona. Ekki er vitað um ferðir hans eftir það. Ekki er vitað hvort að ökumaðurinn hafi yfir höfuð tekið eftir því að hluturinn hafi dottið af bílnum og valdið slysinu.

Cutajar var 46 ára gömul, fjögurra barna móðir.

Veginum var lokað að meðan rannsókn stóð yfir. Hefur lögreglan í Victoria fylki auglýst eftir að ökumaðurinn gefi sig fram við lögreglu sem og allir sem kynnu að búa yfir einhverjum upplýsingum um slysið. Einnig ef einhver myndi finna myndefni úr bíl sínum sem gæti varpað ljósi á málið.

Biðja bílstjóra að gefa sig fram

„Þetta er hræðilegt mál,“ sagði Craig McEvoy, umferðarslysarannsóknarmaður hjá lögreglunni í Victoria. „Þau eru núna að syrgja móður sína og eiginkonu og eru að reyna að aðstoða okkur eftir því sem þau geta í þessum verulega sorglegu aðstæðum.“

Þá beindi hann einnig orðum sínum til allra vörubílstjóra sem keyrðu eftir veginum þennan umrædda dag.

„Ef þú hefur komist að því eftir að leita í vörum bílsins að þú saknir þessa tiltekna verkfæris… þá skaltu gefa þig fram við lögreglu svo við getum rannsakað málið,“ sagði hann.

Mikilvægt að festa varning

Annar lögreglumaður, varðstjóri að nafni Amos, nefndi mikilvægi þess að bílstjórar vörubíla tryggðu að allt í bílum þeirra væri fast.

„Við verðum að finna einhver svör fyrir fjölskyldu konunnar því þetta er virkilega sorgleg atburðarás við við viljum vita af hverju þetta gerðist til þess að geta gefið fjölskyldunni, sem verða einum færri þessi jól, svör,“ sagði Amos. „Við þurfum að passa okkur betur. Ef þú ert með varning á vörubíl eða sendibíl þá skaltu festa hann vel. Ef þú sérð brak á götunni, tilkynntu það. Við verðum að sýna ábyrgð á vegunum. Því miður þá held ég að ég muni fást við svona vandamál út lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar