fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Ásakanir um slæman aðbúnað barna og algjöran skort á leikskólastarfi á leikskóla í Reykjavík

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 17:04

Leikskólinn Lundur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg er nú með til skoðunar ábendingar og ásakanir um slæman aðbúnað og algöran skort á öllu sem getur talist eðlilegt leikskólastarf á leikskólanum Lundi í Kleppsgörðum sem er sjálfstætt starfandi og því ekki rekinn af borginni sjálfri.

Vísir greinir frá málinu. Þar kemur fram að starfsfólk borgarinnar hafi farið í heimsókn á leikskólann í dag án þess að gera boð á undan sér. Borgin segir að ábendingar hafi borist um slæman aðbúnað og óviðundandi leikskólastarf á Lundi.

Í umræðum í Facebook-hópnum mæðratips taka nokkrar fyrrverandi starfskonur Lundar til máls og segja starfið á leikskólanum bókstaflega ekki vera neitt. Ein þeirra segir, samkvæmt frétt Vísis, meðal annars að börnin fari aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf sé í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjum.

Þá segir í fréttinni að konan segi börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum séu þau frá því að þau mæta um klukkan 8 og til 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin.

Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum.

Pottur brotinn

Í fréttinni segir ennfremur að borgin muni halda áfram að kanna málið eftir helgi.

Á Lundi eru börn á aldrinu 9 mánaða til 2 ára og því um svokallaðan ungbarnaleikskóla að ræða. Í auglýsingu á Alfreð.is þar sem auglýst var eftir starfsmanni segir í kynningu á leikskólanum:

„Í Lundi er lögð áhersla á gleði dag hvern, virðingu og væntumþykju. Rík áhersla er lögð á að í öllu starfi leikskólans sé þörfum og getu hvers og eins barns mætt af skilningi og réttlæti. Við nám og störf er velferð barnsins ávallt haft að leiðarljósi.“

Það bendir hins vegar ýmislegt til að misbrestur hafi orðið á þessu, miðað við frétt Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans