fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart rýfur þögnina eftir ásakanir í heimildarmynd

Fókus
Föstudaginn 8. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginmaður Martha Stewart og núverandi eiginkona hans hafa nú stigið fram til að bregðast við ásökunum sem koma fram í nýrri heimildarmynd Netflix.

Hjónin birtu yfirlýsingu á Facebook þar sem þau tjá sig um stikluna fyrir myndina sem var frumsýnd í lok október. Í stiklunni má heyra Martha segja ungum konum að ef eiginmenn þeirra eru þeim ótrúir þá séu þeir skíthælar.

Í yfirlýsingunni tekur Shyla Nelson Stewart, sem er í dag gift Andrew Stewart, fram að hún sé ekki virk á öðrum samfélagsmiðlum en Facebook:

„Eins og þið vitið þá er eiginmaður minn Andrew Stewart – klár útgefandi, náttúruverndarsinni og náttúru ljósmyndari, einn yndislegasti, ljúfasti og góði maður sem ég hef þekkt.“

Shyla útskýrir að hún og Andrew kynntust í gegnum samstarfsfélaga fyrir rúmum áratug, en Andrew var giftur Martha á árunum 1961-1990 og eiga þau saman eina dóttur.

„Andy og ég höfum byggt okkur saman líf sem er fallegt, þýðingarfullt, gjöfult og tilgangsríkt og umvafið sannri ást og deilum við þessu lífi eins og við getum með fallegu blönduðu fjölskyldunni okkar sem samanstendur af 5 dásamlegum fullorðnum börnum, 3 krúttlegum barnabörnum og svo stórfjölskyldunni og okkar mörgu dýrmætu vinir.“

Allir eigi sér fortíð, sérstaklega þegar fólk kynnist á miðjum aldri.

„Áður en þessi hamingjusami kafli lífs okkar hófst hafði Andy gengið í gegnum þunga kafla, þar með talið sársauka- og ofbeldisfullt hjónaband með Martha, hjónabandi sem lauk fyrir tæpum 40 árum síðan. Á meðan Andy hélt lífi sínu áfram í kyrrþey virðist Martha áfram þurfa að tjá sig um hjónabandið opinberlega, þar með talið í þessari stiklu í æsifréttastíl fyrir væntanlega heimildarmynd Netflix.“

Shyla tók fram að sá maður sem hún er gift eigi lítið sameiginlegt með þeim manni sem Martha lýsir.

Fram kemur í myndinni að hjónaband Andrew og Martha var stormasamt. Bæði héldu framhjá, en Andrew sagði þó við framleiðendur myndarinnar að hann hafi ekki verið Mörthu ótrúr fyrr en hann komst að hennar hliðarsporum.

Vinkona Mörthu, Kathy Talcok, segir í myndinni að hjónabandið hafi alltaf einkennst af spennu. „Andy var mjög upptekinn af útgáfustarfsemi sinni og þegar hann var til staðar þá var alltaf spenna í loftinu. Hún var stöðugt að gagnrýna hann hvað varðaði klæðaburð eða hvernig hann talaði. Andy sá um alla viðskiptatengdu hlutina fyrir hana. Þau urðu með árunum fremur samstarfsmenn en hjón. Þú lifðu í líkum heimum og þegar Martha vildi að Andy væri til staðar í hennar heimi þá var hann ekki spenntur fyrir því. Spennan milli þeirra safnaðist upp.“

Martha tók fram að Andy hafi komið illa fram við hana og því kom hún illa fram við  hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Í gær

Faðir leiðir dótturina upp að altarinu – Gleymdi einu mikilvægu atriði

Faðir leiðir dótturina upp að altarinu – Gleymdi einu mikilvægu atriði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn