fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Kynning

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Kynningardeild DV
Föstudaginn 8. nóvember 2024 09:57

Audi Q6

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi laugardag, 9. nóvember, mun Hekla frumsýna með stolti nýjan Audi Q6 e-tron, einn mest spennandi rafbílinn á markaðnum í dag, í sýningarsal Audi að Laugavegi 174, á milli kl. 12 og 16.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að þessi nýja útgáfa komi á nýjum undirvagni, sé fjórhjóladrifin og með 616 kílómetra drægni. Um sé að ræða kaflaskil í hönnun frá Audi og eru miklar væntingar gerðar til bílsins af hálfu framleiðandans.

Um er að ræða kaflaskil í hönnun frá Audi

Engu er til sparað þegar kemur að hönnun Audi Q6 en hönnun innra rýmisins er ný frá grunni og hvert einasta smáatriði innan sem utan bílsins hugsað til hins ýtrasta.

Nýir margmiðlunarskjáir auka á upplifun ökumanns og farþega, en bíllinn kemur einnig með aukaskjá fyrir farþegasæti í framsæti bílsins. Kraftmikill rafmótor skilar frábærum aksturseiginleikum og quattro fjórhjóladrif sér til þess að bíllinn er kjörinn fyrir íslenskar veðuraðstæður. Þá býður hann upp á hraðhleðslu þar sem hægt er að hlaða frá tíu prósentum upp í áttatíu á 21 mínútu (í hámarkshleðslu, 270kW).

Audi Q6 e-tron mun heilla hvar sem hann kemur og sýna að hann er verðug viðbót í fjölbreytta vörulínu Audi. Þessi lúxus sportjeppi fangar athyglina með framúrskarandi getu, framsækinni hönnun og stafrænu innra rými.

Söluráðgjafar Audi taka vel á móti gestum á Laugaveginum og á sama tíma má skoða fjölbreytt úrval bíla frá Volkswagen, Skoda og GWM Ora.

„Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti nýjum meðlimum í fjölskylduna og koma Audi Q6 e-tron er þar engin undantekning. Bíllinn er virkilega vel heppnaður og frábærlega hannaður að innan sem utan, eins og Audi er einum lagið. Bíllinn býr yfir mikilli drægni, Quattro fjórhjóladrifi, frábærri fjöðrun og kraftmiklum rafmóturum. Nýtt og hátæknilegt mælaborð með allri nýjustu tækni setur þar punktinn yfir i-ið og gerir Audi Q6 að frábærum akstursbíl, “ er haft eftir Birni Víglundssyni, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“