fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Ummæli þjálfara Noah vekja athygli eftir stórtap gegn Chelsea – ,,Aldrei“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea valtaði yfir lið Noah frá Armeníu í Sambandsdeildinni í gær en spilað var á Stamford Bridge.

Noah er miklu minna lið en Chelsea og átti aldrei roð í andstæðinga sína en leiknum lauk með 8-0 sigri heimaliðsins.

Noah mun fá auðveldari leik í næstu umferð en þá fær liðið Víking Reykjavík í heimsókn á sinn heimavöll.

Ummæli Rui Mota, þjálfara Noah, hafa vakið athygli en það kom aldrei til greina fyrir hann að leggja rútunni gegn enska stórliðinu.

,,Við að leggja rútunni? Aldrei. Við spilum okkar leik. Við vitum að við vorum að spila gegn stórkostlegu liði,“ sagði Mota.

,,Við vitum að Chelsea er sigurstranglegra í leiknum. Við þurfum að líta í eigin barn og skilja hvað gerðist.“

,,Hins vegar þá kom það aldrei til greina að verjast og leggja rútunni, ekki undir minni stjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“