fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Chelsea skoraði átta mörk gegn mótherjum Víkings – Diallo hetja Manchester United

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea rúllaði yfir andstæðinga sína í Sambandsdeildinni í kvöld en liðið spilaði við lið Noah frá Armeníu.

Chelsea var 6-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn og var ljóst að gestirnir ættu aldrei roð í enska stórliðið í viðureigninni.

Chelsea bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og hafði betur 8-0 og það mjög sannfærandi.

Næsti andstæðingur Víkings er einmitt Noah en íslenska liðið mun ferðast til Armeníu og fær þar útileik.

Önnur athyglisverð úrslit voru á boðstólnum í Sambandsdeildinni en Fiorentina tapaði til að mynda gegn APOEL frá Kýpur.

Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en hann er frá vegna meiðsla þessa stundina.

Lið Real Betis frá Spáni fékk lið Celje frá Slóveníu í heimsókn og lauk þeim leik með 2-1 sigri Betis þar sem sigurmarkið var skorað á 94. mínútu en Juanmi sá um það.

í Evrópudeildinni vann Manchester United lið PAOK 2-0 þar sem Amad Diallo skoraði tvennu fyrir heimaliðið frá Englandi.

Einnig í Evrópudeildinni komst Orri Steinn Óskarsson á blað en hann skoraði jöfnunarmark Real Sociedad gegn Viktoria Plzen.

Plzen vann þó þennan leik 2-1 þar sem sigurmarkið var skorað á 90. mínútu.

Jose Mourinho og hans menn í Fenerbahce töpuðu þá gegn AZ Alkmaar í Hollandi en þeirri viðureign lauk með 3-1 sigri þeirra hollensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Í gær

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims
433Sport
Í gær

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd