„Gríðarlega ljúfur sigur, það er sætt að vinna í Evrópu. Þetta er öðruvísi skeppna ,“ sagði Karl Friðleifur Gunnarsson bakvörður Víkings eftir sigur á FK Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni í dag.
Karl Friðleifur skoraði annað mark Víkings í 2-0 sigri. Liðið erð komið í dauðafæri á að komast upp úr deildinni.
„Það var gríðarlega sárt að tapa deildinni, við ætluðum að svara fyrir þetta eins og við gerðum;“ sagði Karl Friðleifur.
Athygli vakti eftir leik þegar Karl faðmaði Ómar Stefánsson vallarstjóra Kópavogsvallar.
„Ég vann á vellinum í tvö eða þrjú ár, það var sætt að sjá hann. Algjör toppmaður.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.