„Þetta var virkilega öflug frammistaða, frá A-Ö,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var sáttur eftir góðan 2-0 sigur á FK Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni í dag.
Sigurinn var afar mikilvægur, Víkingur er komið með sex stig og eitt stig í viðbót dugar líklega til að koma liðinu áfram.
„Ef maður er gráðugur hefði maður viljað fleiri mörk, það gæti skipt máli í lokin. Við vorum sterkir varnarlega, yfir höfuð mjög sterk frammistaða.“
„Við töluðum um að nota sársaukann frá sunnudeginum og nýta þá orku til að gera góða hluti. Þú þarft líka að hafa haus og hjartað, mér leið vel allan leikinn.“
Arnar vonast eftir því að Víkingur haldi dampi. „Þetta er sigur fyrir íslenskan fótbolta, erum komnir á kortið.“
VIðtalið er í heild hér að neðan.