New York Post segir frá því að slysið hafi orðið þegar Beadle var í götukappakstri. Er hann sagður hafa misst stjórn á bílnum, 2023 árgerðinni af BMW M240, og endað á ljósastaur.
Slysið varð á Nassau-hraðbrautinni skammt frá JFK-alþjóðaflugvellinum og var Beadle úrskurðaður látinn á staðnum eftir að hafa kastast út úr bifreiðinni.
Beadle, sem gekk undir nafninu 1Stockf30 á samfélagsmiðlum, var með yfir 230 þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega 60 þúsund á YouTube.
Aðeins tvær vikur eru síðan hann birti óhugnanlegt myndband af sér undir stýri þar sem hann sýndi kraftinn í bifreiðinni. Á einum tímapunkti mátti sjá hann aka á tæplega 260 kílómetra hraða innan um aðra umferð.