fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson deildi í gærkvöldi hugleiðingu um nýafstaðnar forsetakosningar Bandaríkjanna. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði athugsemd við hugleiðinguna og fauk svo verulega í hann þegar einn netverji sakaði hann um að vera „kóari“, eða sá sem er meðvirkur/lætur stjórnast af áhrifavaldi. Orðið hefur líka verið notað yfir aðstoðarökumenn og aðstoðarflugmenn.

Donald Trump hefur aftur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna og mun taka við embætti að nýju í janúar. Vinsældir forsetans eru litlar hér á landi en í skoðanakönnun Prósents í síðustu viku sögðust aðeins 11 prósent landsmanna styðja Trump. Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður, tilheyrir ekki þessum 11 prósentum en hann furðar sig Bandaríkjamönnum í færslu á Facebook.

Brynjar segir að Trump sé mörgum hulin ráðgáta. Brynjar telur sig nokkuð menntaðan í félagsvísindum, þar með talið stjórnmála- og sálfræði. Með þessa sérþekkingu að vopni hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé blanda af „Ingu Sæland og Pírötum. Gjarnan með eitthvert merkingarlaust blaður og með óraunhæfar hugmyndir í pólitík og um sjálfan sig“.

Eins hafi Brynjar reynt að skilja hvernig jafn valdamikil þjóð og Bandaríkin hafi kosið þennan mann viljandi yfir sig, nú í tvígang. Hann hafi loks komist að þeirri niðurstöðu að það sé vegna þess að almenningur er kominn með nóg af mennta- og menningarelítunni.

„Eftir mikla rannsóknarvinnu komst ég að því að almenningur er orðinn þreyttur á þessari mennta- og menningarelítu, sem samanstendur af háskólafólki, Hollywood leikurum og rokkstjörnum, sem hefur engan áhuga á öðrum en sjálfum sér.“

Að því sögðu bætir Brynjar við að hann hafi þó gaman að því að sjá þessa elítu hér á landi nú engjast um af vanlíðan, og það yfir lýðræðislegri niðurstöðu í öðru landi.

„Verð að viðurkenna að ég hef haft talsverða skemmtun af að hlusta á hlutlausu álitsgjafana kveljast yfir sigri Trumps. Hef aldrei orðið vitni af annarri eins vanlíðan yfir lýðræðislegri niðurstöðu í kosningum í öðru ríki. Mátti skilja þetta fólk þannig að vestrænt lýðræðið væri farið í vaskinn, efnahagslegt hrun væri framundan og loftslagið myndi versna mjög næstu árin vegna þessa manns. Vanlíðanin og svartsýnin slík að ég var farinn að óttast að þetta ágæta fólk ætti hreinlega ekki afturkvæmt.“

Hefur þú lesið bækur mínar?

Fyrrum dómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar í athugasemd við færslu Brynjars að íslenskri fjölmiðlar, þá einkum RÚV, hafi fallið harkalega á „þessu prófi“.

„Þeir eyddu öllu púðri sínu í að níða skóinn niður af Trump vegna  ummæla hans um Harris sem vissulega voru á köflum óviðeigandi. Þeir sögðu hins vegar lítið af stefnumálum hans, sem þeim geðjaðist greinilega ekki að: Lokun landamæra fyrir ólöglegum innflytjendum og lækkun skatta svo dæmi séu nefnd. Íslenskur almenningur hélt því að þetta væri bara ribbaldi og dóni. Og núna þegja þeir þunnu hljóði í harmi sínum yfir úrslitunum.“

Umræðan hljóð þá í nokkuð aðra átt þegar Jón Steinar var sakaður að vera „kóari“ sem geltir án gagnrýni. Jón Steinar móðgaðist nokkuð við þetta og bað viðkomandi að skýra mál sitt nánar.

„Ertu að segja að ég taki gagnrýnislaust upp skoðanir annarra? Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið? Hefur þú lesið bækur mínar? Ertu kannski bara kjáni sem lætur út úr þér vitleysu án að vita nein deili á bullinu í sjálfum þér?“

Gagnrýnandi Jóns Steinars lét þetta lítið á sig fá og svaraði fullum hálsi.

„Svar mitt við fyrstu spurníngu þinni er; nei, Jón minn en þú hleypur þannig undir suma.
Svar mitt við annarri spurníngu er; með löngutöng á örsmátt lyklaborð á snjallsíma.
Svar mitt við þriðju spurníngu er; ég er ritstjóri yfir sjálfum mér og tilefnið núna er komment þitt hér auk þess sem ég hef heyrt og séð til orða þinna oft áður.
Svarið við fjórðu er; nei og það er til að vernda geðheilsu mína.
Svar mitt við fimmtu spurníngu er; já og í þínum huga er ég eflaust erkikjáni og þú í þínum huga ‘þvílíka’ vitsmunabrekkan sem gnæfir yfir aðra vitsmuni.
Eitthvað segir mér samt að þetta mat þitt á sjálfum þér sjáist glöggt á milli lína í bókum þínum,… altént heyrist það í orðum þínum.
Góðar stundir.“

Þetta svar vakti bara upp fleiri spurningar hjá Jóni Steinari:

Að svo stöddu hefur Jón Steinar ekki fengið umbeðin svör.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir