fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Gylfi Þór ræddi æsku sína – „Maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum“

433
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals var í ítarlegu viðtali við Hjörvar Hafliðason í gær þar sem farið var yfir sviðið.

Gylfi ræddi ítarlega um málin og eitt af því var Tækniþjálfun hans sem hefur notið vinsælda síðustu mánuði.

Hjörvar spurði Gylfa út í hans æsku og þá staðreynd að hann æfði yfirleitt meira en aðrir, hann átti draum um að ná langt sem rættist.

„Það eru ekkert allir krakkar í því, það eru ekkert allir sem vilja það. Ekki allir með drauminn að ná langt,“ sagði Gylfi Þór um málið.

Gylfi átti magnaðan feril í atvinnumennsku áður en hann kom heim en hann fór alla leið í það að láta drauminn rætast.

„Sem lítill krakki og maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum. Vinirnir voru að fara að gera allt annað, ég var að fara til Gauta sjúkraþjálfara í styrktaræfingar. Maður skildi þetta ekki þá en draumurinn var atvinnumennska og maður vildi gera allt.“

Gylfi segist sjá marga krakka í dag sem hafa hæfileika en segir margt hægt „Það er svo margt sem kemur inn í næstu tíu árin, hvort þau muni meika það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah tók fram úr Rooney í gær

Salah tók fram úr Rooney í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Í gær

Logi Hrafn samdi í Króatíu

Logi Hrafn samdi í Króatíu
433Sport
Í gær

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum