Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals var í ítarlegu viðtali við Hjörvar Hafliðason í gær þar sem farið var yfir sviðið.
Gylfi ræddi ítarlega um málin og eitt af því var Tækniþjálfun hans sem hefur notið vinsælda síðustu mánuði.
Hjörvar spurði Gylfa út í hans æsku og þá staðreynd að hann æfði yfirleitt meira en aðrir, hann átti draum um að ná langt sem rættist.
„Það eru ekkert allir krakkar í því, það eru ekkert allir sem vilja það. Ekki allir með drauminn að ná langt,“ sagði Gylfi Þór um málið.
Gylfi átti magnaðan feril í atvinnumennsku áður en hann kom heim en hann fór alla leið í það að láta drauminn rætast.
„Sem lítill krakki og maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum. Vinirnir voru að fara að gera allt annað, ég var að fara til Gauta sjúkraþjálfara í styrktaræfingar. Maður skildi þetta ekki þá en draumurinn var atvinnumennska og maður vildi gera allt.“
Gylfi segist sjá marga krakka í dag sem hafa hæfileika en segir margt hægt „Það er svo margt sem kemur inn í næstu tíu árin, hvort þau muni meika það.“