fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mjög óvenjulegt. Norðmennirnir hafa greinilega ekki verið jafn heppnir og venjulega,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Á síðu 2 í blaði dagsins er rætt við hann um þá óvenjulegu stöðu sem upp var komin í Víkingalottóinu, en þar til í gærkvöldi hafði fyrsti vinningur ekki gengið út síðan 15. maí síðastliðinn.

„Við höfum ekki neina skýringu á þessu – þetta er náttúrulega bara lottó – en vissulega er þetta óvenjulegt,“ sagði Pétur.

Dregið var í Víkingalottóinu eftir að Morgunblaðið fór í prentun í gær og er skemmst frá því að segja að Norðmenn unnu báða stærstu vinningana. Sá sem hlaut fyrsta vinning fær rétt tæplega 3,7 milljarða og sá sem fékk annan vinning fékk 1.560 milljónir króna.

Norðmenn hafa í gegnum árin verið mjög sigursælir í Víkingalottóinu og fyrir því er einföld ástæða. Þeir eru duglegri en aðrir að taka þátt.

Hinn al-íslenski 3. vinningur skiptist í þrennt og fær hver um sig rúmlega 1,3 milljónir, miðarnir voru allir í áskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir