Neymar, leikmaður Al-Hilal, er líklega búinn að spila sinn síðasta knattspyrnuleik á þessu ári.
Neymar var að snúa til baka eftir að hafa slitið krossband en hann hefur aðeins spilað einn leik 2024.
Brasilíumaðurinn meiddist í leik með Al-Hilal á dögunum og er ljóst að hann verður frá í 4-6 vikur.
Um er að ræða meiðsli aftan í læri og eru þetta gríðarlega vondar fréttir fyrir bæði Neymar og hans félagslið.
Sóknarmaðurinn gerir sér enn vonir um að spila með Brasilíu á HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.