fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

April Harpa mætir fordómum fyrir húðflúr sín: „Af hverju þarf svona falleg stelpa eins og þú að vera að þessu?“

„Við eigum aldrei að breyta okkur, aðlaga okkur eða minnka ljósið inní okkur fyrir aðra“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 30. mars 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þetta sé mjög algengt. Að horfa fyrst á flúrin á einstaklingnum og dæma hann út frá því en ekki horfa á persónuna sjálfa,“ segir April Harpa Smáradóttir í samtali við DV.is en hún segist reglulega verða fyrir fordómum sökum þess að hún er með þónokkur húðflúr á líkamanum. Segir hún fólk gjarnt á að gefa sér fyrirfram ákveðnar hugmyndir um persónugerð þeirra sem kjósa að vera með fleiri en eitt flúr.

April ritaði á dögunum áhugaverða frásögn á bloggsíðu sína þar sem hún lýsti því hvernig hún stóð sjálfa sig að því að hylja húðflúr sín áður en hún fór í atvinnuviðtal á dögunum- af ótta við fordóma frá vinnuveitanda. Hún fékk sér fyrsta húðflúrið 16 ára: tvö fiðrildi á nárann:

„10 árum og tólf misgáfulegum flúrum seinna fer ég í atvinnuviðtal þar sem ég finn sjálfa mig desperetly að reyna að hylja örvarnar og hálfmánann á fingrunum mínum. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef reynt að covera tattú fyrir atvinnuvital. Fyrir peninga. Fyrir cool reference á blaði. Fyrir eitthvað solid svar til þess að hafa þegar einhver spyr mig hvað ég er að gera við lífið mitt. Mig langar helst að fara tilbaka og slá fortíðar-Apríl utanundir. Skammastu þín!“

Hún segist hafa mætt fordómum ótal sinnum vegna húðflúranna sem hún ber:

„Frá því að ég byrjaði að flúra mig að einhverri alvöru að þá hef ég mætt hundruði andlita sem gretta sig og kveina þegar þau sjá hvað ég er “í alvöru frekar flúruð bara”. Ég átti einusinni fyrrum tengdarmömmu sem féll næstum í yfirlið þegar hún sá hvað nýja kærasta sonar síns væri með mörg tattú, og með gat í miðnesinu í þokkabót? Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf vitað hversu oft ég hef heyrt þessa fáranlegu setningu: „Ertu ekkert hrædd um að fá ekki vinnu?”

April segist jafnframt heyra fólk segja að það skilji ekki hversvegna „svona falleg stelpa þurfi að vera að þessu“:

„Ég horfi á mig og renn yfir það sem ég hef ritað á líkamann minn til frambúða. Þetta er ekkert nema tjáning á líðan og minningum. Akkerið á kálfanum mínum minnir mig á að vera alltaf með fæturnar á jörðinni þrátt fyrir að hausinn á mér svífur í skýjunum. Örvarnar á fingrunum mínum eru fyrir bogamanninn sem ég er, og minna mig á að þrátt fyrir að boginn dregur mig stundum tilbaka, að þá miðar hann alltaf áfram. “Nessun Dorma” á úðnliðnum mínum er nafnið á óperunni sem við aldraði pabbi minn syngum alltaf saman hástöfum með brotnar raddir og af mikilli innlifun.“

ritar hún og hvetur fólk til að fagna fjölbreytileikanum:

„Við eigum aldrei, aldrei, aldrei, að breyta okkur, aðlaga okkur eða minnka ljósið inní okkur fyrir aðra. Nei, ég hef ekki áhyggjur af því að fá ekki vinnu. Ef þau vilja ekki ráða mig vegna þess að ég er marglita, að þá vil ég ekki vera partur að því. Fuck them. Sénsinn að ég myndi einhverntíman vakna á morgnanna til þess að klæða mig í búning sem passar mér ekki. Ef þú ert í flúrhugleiðingum, langar að gata þig eða raka af þér hárið, gerðu það þá. Það er öllum skítsama hvort eð er. Ef þig langar að tjá þig með einhverskonar líkamsbreytingum, en þorir því ekki vegna þess að eitthvað eitthvað eitthvað… að þá ertu ekki að svíkja neinn nema sjálfan þig.“

„Ég hef aldrei verið atvinnulaus og það eru spennandi tækifæri í hverju horni, þrátt fyrir flúr and all. Ég væri heldur til í að tilheyra hópi svarta sauðra, útlega, flakkara, sígauna og listamanna heldur en þeim sem halda að eitthvað skitið flúr minnki mitt eigið ágæti.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Í gær

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó