The Guardian skýrir frá þessu og segir að fornleifafræðingar hafi fundið myndirnar í litlu og skreyttu húsi sem er nefnt eftir Faidra, sem er prinsessa frá Krít í grísku goðafræðinni.
Ólíkt öðrum húsum í Pompei, sem grófust undir ösku árið 79 þegar gaus í Vesúvíusi, var þetta litla hús ekki byggt í kringum hið hefðbundna rómverska miðrými.
Húsið lætur ekki mikið yfir sér, stærðarlega séð, en inni í því eru veggskreytingar sem reikna má með að séu einna helst að finna í stórum húsum efnafólks.
Það var ekki óalgengt að svona djarfar myndir væru á almannafæri í Pompei því íbúunum fannst ekkert athugavert við myndefni af þessu tagi. Fleiri erótískar myndir hafa fundist þar, þar á meðal stytta sem sýnir ástarleiki karlmanna.