fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Pressan

Skiluðu tugum stolinna lúxusbíla til Bretlands

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 04:30

Bílarnir umræddu. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru 35 lúxusbílar sendir frá Taílandi til Bretlands. Þar með lauk átta ára rannsókn lögreglunnar. Bílunum var stolið og þeir fluttir til Taílands.

Meðal bílanna eru Range Rover, Porche, Mercedes, BMW og Lamborhini. Heildarverðmæti þeirra er sem svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi bílarnir verið teknir á kaupleigu hjá bílasölum víða um Bretland á árunum 2016 til 2017. En „leigutakarnir“ höfðu ekki í hyggju að greiða mikið fyrir bílana því þeir fluttu þá til Taílands.

Eftir átta ára rannsókn tókst lögreglunni með aðstoð taílenskra yfirvalda að hafa uppi á bílunum í Bangkok. Nokkrir voru handteknir í Taílandi í tengslum við málið.

Bílarnir eru nú í vöruskemmu í Southampton og bíða þess að verða afhentir bílasölunum sem misstu þá fyrir mörgum árum.

Þrettán manns hafa verið ákærð fyrir aðild að þjófnuðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“