Það er ekkert leyndarmál að enskir dómarar eru margir óvinsælir en dómgæslan í úrvalsdeildinni hefur margoft verið gagnrýnd eftir komu VAR.
Michael Oliver dæmdi leik PSV og Girona í Meistaradeildinni í gær en það fyrrnefnda vann 4-0 heimasigur.
Stuðningsmenn Girona voru margir hundfúlir með frammistöðu Oliver og hans manna á vellinum en allavega tvö umdeild atvik áttu sér stað.
Fyrsta mark PSV átti mögulega ekki að standa eftir ‘ólöglegt innkast’ en VAR herbergið dæmdi markið gott og gilt.
Girona vildi einnig fá vítaspyrnu í leiknum og þá voru stuðningsmenn PSV óánægðir með mark sem var dæmt af Ismael Saibari.
Dómararnir umdeildu á Englandi eru því ekki vinsælir í Evrópu heldur en Oliver er talinn vera einn virtasti dómari heims í dag.
Tvö af þessum atvikum má sjá hér.
WTF is this? @ChampionsLeague @UEFA @UEFAcom_es #PSVGIR #VAR #Girona #PSV https://t.co/cy3oBPc1KX
— Vart Itus (@paalull) November 5, 2024
WTF is this? Miovski hits the ball and his foot has been hit by the opponent! @ChampionsLeague @UEFA @UEFAcom_es #PSVGIR #VAR #Girona #PSV Michael Oliver? David Coote? pic.twitter.com/Q7cMF9L6gX
— Vart Itus (@paalull) November 5, 2024