fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Pressan

„Það sem heimurinn þarf núna er ást“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun nóvember eru jólin byrjuð að láta á sér kræla og margar af stærstu erlendu verslanakeðjunum eru búnar að frumsýna árlegar jólaauglýsingar sínar.

Amazon einblínir á litlu góðverkin í sinni auglýsingu og þann mátt sem hugulsamar gjafir og gjörðir geta haft. Auglýsingin byggir á hinu klassíska lagi Hal David og Burt Bacharach frá árinu 1965, What the World Needs Now Is Love.

Í 90 sekúndna auglýsingunni sem ber heitið Midnight Opus má sjá húsvörð í leikhúsi ganga um og þrífa um leið og hann raular lagið, samstarfsmenn hans heyra til hans og átta sig á að þarna liggja hæfileikar í leyni. Lag David og Bacharach hefur verið sungið af fjölda þekktra listamanna í gegnum árin og er klassískur óður um ástina, tengingu og samkennd.

„Midnight Opus er saga sem fagnar gleðinni yfir því að gera eitthvað sérstakt fyrir fólkið í þínu lífi. Ég held að við tengjum öll við að þiggja einhverja góðmennsku frá öðrum, hvort sem það er hugulsöm gjöf eða hlý orð, og við vildum glæða þessa ólýsanlegu tilfinningu lífi,“ segir Jo Shoesmith, yfirmaður sköpunar hjá Amazon.

Auglýsingin var framleidd innanhúss af markaðsteymi Amazon og verður hún sýnd í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og á samfélagsmiðlum frá 18. nóvember og út desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Í gær

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mjólkuðu“ eitur sem dugir til að drepa 400 manns úr eiturslöngu

„Mjólkuðu“ eitur sem dugir til að drepa 400 manns úr eiturslöngu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?