fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fókus

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Fókus
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 12:57

Adam Lamert Mynd: Skjáskot Today

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Adam Lambert vakti mikla athygli í gær í viðtali í morgunþættinum Today sem sýndur er á ABC.

Lambert var þar mættur til að ræða hlutverk sitt í söngleiknum Cabaret, en Lambert tók við hlutverki Emcee þann 16. september, en breski leikarinn Eddie Redmayne hafði áður verið í hlutverkinu. Er þar um að ræða fyrsta hlutverk Lambert á Broadway.

Þyngdartap Lambert vakti athygli, en hann greindi frá því í mars að hann væri á þyngdarstjórnunarlyfinu Mounjaro. „Ég hef verið á Mounjaro, í hvað, átta mánuði? Og ég hef misst næstum 30 kíló. Mér líður ótrúlega vel. Ég borða en ég borða léttara og ég borða minna. Og ég veit að það er mikið rætt um: „Þú ert að taka lyfið frá sykursýkissjúklingum. Ég meina, í hreinskilni sagt, það er mál lyfjaiðnaðarins, ekki mitt, þeir þurfa að halda í við framleiðsluna,“ sagði Lambert á Instagram í mars. Og bætti við: „Mér líður betur, mér finnst ég hafa meira sjálfstraust. Líkama mínum líður betur. Ég hef meiri stjórn á meltingarkerfinu.“

Lambert í hlutverki sínu í Cabaret.

Lambert sagðist áður hafa notað þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic,sem hann hefði fengið upp­áskrifað til að koma jafn­vægi á blóðsyk­ur­inn, en hann hefði hætt á því lyfi sök­um al­var­legra auka­verk­ana.

Lambert sem er 42 ára er í dag söngvari bresku rokksveitarinnar Queen og hefur verið með hléum frá árinu 2014. Hann var orðinn sviðsvanur áður en hann vakti heimsathygli með frammistöðu sinni og sigri í áttundu þáttaröð American Idol árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eru íslenskir ökumenn dónalegir í umferðinni?

Eru íslenskir ökumenn dónalegir í umferðinni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstök græja úr fórum Bítlanna til sölu

Einstök græja úr fórum Bítlanna til sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ættu Íslendingar að fjölga frídögum – Fullveldisdagurinn, Þorláksmessa eða allir föstudagar?

Ættu Íslendingar að fjölga frídögum – Fullveldisdagurinn, Þorláksmessa eða allir föstudagar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham