Manchester City þarf að greiða Benjamin Mendy tæpa 2 milljarða eftir að hann vann dómsmál gegn félaginu.
City hætti að borga Mendy laun þegar hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot.
Mendy var ákærður fyrir nokkrar nauðgangir og kynferðisbrot, hann var sýknaður í öllum liðum.
City hætti að borga Mendy laun en þegar hann var laus úr haldi vildi hann mæta á æfingar en félagið bannaði honum það.
Dómari í Manchester hefur dæmt að City þurfi að borga honum þessi laun en hann Mendy fær þó ekki alveg þær 11,5 milljón punda sem hann bað um.
Mendy mun þó fá tæpa 2 milljarða en samningur hans við City rann út vorið 2023 og spilar hann í Frakklandi í dag.