Reykjavíkurborg varar við svindli á netinu þar sem reynt er að blekkja notendur Strætó. Í auglýsingu netglæpamannanna er hálfs árs Klappkort auglýst sem frítt.
Í tilkynningu Reykjavíkurborgar kemur fram að kostuð auglýsing, sem birt er á samfélagsmiðlum, undir heitinu „Straeto“ sé ekki á vegum Strætó. Um sé að ræða netsvindl.
Í auglýsingu netglæpamannanna segir að að almenningssamgöngur verði ókeypis í sex mánuði. Að sveitarfélagið bjóði fólki að taka þátt „í frumkvæði til að bæta hreyfanleika og almenningssamgöngur í borginni.“
Hægt sé að kaupa kaupa eitt af 500 snjallkortum fyrir 350 krónur og þá geti maður fengið hálfs árs áskrift frítt. Í auglýsingunni er mynd af Klappkorti, aðgangskorti Strætó. Þá er fólki bent á að ýta á hlekk í auglýsingunni.
Reykjavíkurborg varar sterklega við því að fólk falli fyrir þessu svindli og ýti á hlekkinn.