fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg varar við netsvindli – Netglæpamenn þykjast bjóða hálfs árs fría áskrift hjá Strætó

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 13:30

Netglæpamennirnir auglýsa frí Klapp kort.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg varar við svindli á netinu þar sem reynt er að blekkja notendur Strætó. Í auglýsingu netglæpamannanna er hálfs árs Klappkort auglýst sem frítt.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar kemur fram að kostuð auglýsing, sem birt er á samfélagsmiðlum, undir heitinu „Straeto“ sé ekki á vegum Strætó. Um sé að ræða netsvindl.

Í auglýsingu netglæpamannanna segir að að almenningssamgöngur verði ókeypis í sex mánuði. Að sveitarfélagið bjóði fólki að taka þátt „í frumkvæði til að bæta hreyfanleika og almenningssamgöngur í borginni.“

Hægt sé að kaupa kaupa eitt af 500 snjallkortum fyrir 350 krónur og þá geti maður fengið hálfs árs áskrift frítt. Í auglýsingunni er mynd af Klappkorti, aðgangskorti Strætó. Þá er fólki bent á að ýta á hlekk í auglýsingunni.

Reykjavíkurborg varar sterklega við því að fólk falli fyrir þessu svindli og ýti á hlekkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar