Það er nú orðið formlega staðfest að Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Þetta varð ljóst eftir að Trump vann sigur í Wisconsin og er hann þar með búinn að tryggja sér 276 kjörmenn.
Trump var sigurreifur í morgun þegar hann hafði tryggt sér 266 kjörmenn og var það í raun aðeins formsatriði að hann myndi ná þeim.
Wisconsin var eitt af hinum svokölluðu sveifluríkjum. Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta af Joe Biden og verður hann vígður inn í embættið þann 20. janúar næstkomandi.