fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 08:08

Donald og Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína á samkomu þeirra í West Palm Beach á Flórída nú rétt í þessu. Honum var ákaft fagnað þegar hann gekk upp á svið og hrópuðu stuðningsmenn hans: „USA! USA! USA!“.

Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna en þetta varð ljóst eftir að hann vann sigur í sveifluríkinu Pennsylvaníu. Vantar hann aðeins fjóra kjörmenn til að tryggja sér embættið og er talið að það sé í raun aðeins formsatriði.

Trump þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir kosninguna og var að vanda stóryrtur. Hann sagði að fram undan væri nýtt gullaldarskeið í Bandaríkjunum. „Þetta er glæsilegur sigur fyrir bandarískan almenning sem hefur nú gert það að verkum að við getum gert Bandaríkin frábær aftur,“ sagði hann og vísaði í hinn fræga frasa sem hann hefur notað í gegnum árin: Make America Great Again.

Trump þakkaði einnig eiginkonu sinni, Melaniu Trump, og sagði að hún legði hart að sér að hjálpa fólki. Þá þakkaði hann börnunum sínum sem stóðu við hlið hans á sviðinu.

Því næst þakkaði hann manninum sem verður næsti varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance. Vance tók við míkrófóninum úr höndum Trumps og sagði að sigurinn væri einhver svakalegasta pólitíska endurkoma sögunnar. Trump tók aftur við míkrófóninum og sagði að hann hefði tekið rétta ákvörðun með því að velja Vance sem varaforsetaefni.

Trump beindi svo orðum sínum stuttlega að Elon Musk, ríkasti manni heims, en Musk hefur lagt Trump lið í kosningabaráttunni. Sagði Trump að Musk væri „nýjasta stjarna“ Repúblikanaflokksins. „Hann er frábær náungi.“

Dana White, forseti UFC, steig síðan í pontu og sagði nokkur vel valin orð um Trump og framboð hans. „Þetta er það sem gerist þegar vélin kemur á eftir þér. Það er ekki hægt að stoppa hann. Hann heldur áfram, hættir aldrei,“ sagði White og bætti við að Trump ætti sigurinn skilið. Þá þakkaði hann hlaðvarpsstjórnandanum Joe Rogan sem lýsti yfir eindregnum stuðningi við Trump á mánudag.

Trump kom síðan inn á banatilræði sem honum var sýnt í sumar, en þá var hann skotinn í eyrað og mátti minnstu muna að mun verr færi. Hann sagði að ástæða væri fyrir því að hann hefði lifað af og honum hefði verið ætlað að verða næsti forseti Bandaríkjanna.

Ítrekað skal að Trump er ekki formlega búinn að sigra kosningarnar. Hann hefur tryggt sér 266 kjörmenn og vantar aðeins fjóra til að vinna sigur.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?