Þetta sagði Derek Beach, prófessor í stjórnmálafræði við Árósaháskóla, í samtali við TV2. „Eins og staðan er núna lítur út fyrir að þetta geti orðið ansi öruggur sigur hjá Trump. Núna vildi ég frekar vera í sporum Trump en Kamala,“ sagði hann.
Þegar þetta er skrifað hefur Trump tryggt sér 198 kjörmenn en Kamala Harris hefur tryggt sér 99.
Beach benti á að eins og staðan sé núna hljóti það að vekja áhyggjur í herbúðum Demókrata en Kamala eigi enn möguleika á sigri. Til að svo fari þarf hún að styrkja stöðu sína í hinu svokallaða „ryðbelti“ en þar eru ríki á borð við Pennsylvania, Michigan og Wisconsin.