Lögreglan í Manchester hefur fengið allar upplýsingar frá Manchester United til að reyna að finna konnuna sem lét rasíska ummmæli falla á sunnudag.
Konan lét ógeðsleg og rasísk ummæli falla eftir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Flex er stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti vinsælli síðu þar sem hann ar oftast með beina útsendingu eftir leiki United.
Flex var mættur fyrir utan Old Trafford eftir 1-1 jafnteflið þegar kona ein mætti og fór að trufla útsendinguna.
Eftir smá glens sem Flex hafði gaman af ákvað konan að nota orð sem enginn þeldökkur á að þurfa að heyra.
Atvikið hefur vakið mikil viðbrögð og hafa netverjar komist að því hvaða kona var þarna að verki. Búast má við að lögregla hafi samband við hana innan tíðar.
Ummæli konunnar má heyra hér að neðan.
#SayNoToRacism. So shocking to this this type of thing happen to @FlexUTD in public on a TV. She must be healed accountable.pic.twitter.com/XYz3MhUBag
— United Pride (@UtdPride) November 4, 2024