fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Uppnám í Valhöll þegar það átti að bæta Brynjari í hópspjallið – Afleiðingarnar voru sprenghlægilegar

Eyjan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sótti innblástur til sjónvarpsþáttanna The Office í nýju myndbandi sem félagið birti á TikTok. Þar er brugðið á leik, á kostnað fyrrum þingmannsins, Brynjars Níelssonar.

Júlí­us Viggó Ólafs­son segir raunamæddur í myndbandinu: „Frambjóðendurnir í Reykjavík norður voru að reyna að búa til „grúbbtjatt“ til þess að geta talað saman í kosningabaráttunni og það komust allir inn – nema einn maður, Brynjar Níelsson. Hann er greinilega með svo gamlan síma að hann getur ekkert notað hann til þess að gera neitt.“

„Þú veist, ég veit ekki. Þetta er náttúrulega bara fyrsti iPhone-inn eað eitthvað. Þessi sími á bara heima á Þjóðminjasafninu,“ sagði Tinna Eyvindardóttir, markaðsstjóri Heimdallar.

„Ég skil ekkert af hverju ég þarf að fá mér nýjan síma,“ sagði Brynjar fúll, enda sjálftitlaður forseti íslenska fýlupúkafélagsins.

Júlíus Viggó bætti við að það hafi klárlega þurft að leysa þetta mál svo hann fól Tinnu að fara með Brynjar í búð og þvinga hann til að kaupa nýtt símtæki.

„Ég læt nú ekkert alveg vaða yfir mig í þessu sko,“ mótmælti Brynjar. Síðan röltu hann og Tinna um Valhöll þar sem Brynjar gægðist inn á fund og af orðum hans má ráða að þar hafi Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verið að ræða við eldri Sjálfstæðismenn. Brynar sagði: „Gulli að ljúga að gamla fólkinu“

Þau Tinna og Brynjar skelltu sér svo í Elko þar sem Brynjar var ekki lengi að finna síma frá fyrirtækinu Nokia sem nutu vinsælda þegar Internetið var mönnum enn framandi. „Nei,“ sagði Tinna og benti Brynjar á að hann þyrfti snertiskjá.

„Nei, þetta er svo fallegt. Gömlu símarnir,“ svaraði Brynjar dreyminn.

Tinna skammaði Brynjar líka fyrir gamla hulstrið sem hann hafði utan um gamla iPhone-símann. Brynjar sagði að þetta hefði verið gott hulstur á sínum tíma, fyrir 10 árum. „ég furða mig bara á hvernig þú kemur honum inn,“ sagði Tinna en greip um munninn þegar hún fattaði að þessa setningu mætti misskilja. Brynjar lét það ekki átölulaust: „Já, margar konur furða sig á því“

Úr varð að Brynjar festi kaup á nýjum iPhone, eða notuðum iPhone 11. Þegar þau sneru til baka í Valhöll eftir þessa svaðilför var þeim ákaft fagnað. „Ég fer aldrei fram úr mér,“ sagði Brynjar ákveðinn. „Ég kaupi aldrei það nýjasta, ég meina ég giftist eldri konu meira að segja.“

@heimdallurxd Ungur temur, gamall nemur 💙 #kosningar2024 #sjálfstæðisflokkurinn #fyrirþig #fyp #theoffice ♬ original sound – Heimdallur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”