fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Pressan

Gerðu óhugnanlega uppgötvun á háa loftinu í nýja húsinu

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 21:30

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaeigendur í Frakklandi gerðu heldur óhugnanlega uppgötvun á háa loftinu í húsi sem þau festu nýlega kaup á í þorpinu Erstroff í austurhluta landsins.

Forsaga málsins er sú að eldri hjón voru áður búsett í húsinu, en eiginmaðurinn, Alois Iffly, hvarf sporlaust árið 2009 þegar hann var 81 árs. Umfangsmikil leit var gerð að honum eftir hvarfið en hann fannst ekki. Konan hans hélt þó áfram að búa í húsinu allt þar til hún lést í hárri elli árið 2020.

Húsið fór á sölu í kjölfarið og tók það nokkurn tíma að seljast. Það tókst þó árið 2023 og voru nýir eigendur að vinna að endurbótum þegar þeir fundu líkamsleifar Alois á háa loftinu þann 2. nóvember síðastliðinn. Voru nýju eigendurnir að reyna að finna uppruna leka úr þaki hússins þegar þeir gengu fram á líkið.

Í frétt BBC er haft eftir saksóknaranum Olivier Glady að flest bendi til þess að Alois hafi framið sjálfsvíg þar sem reipi hékk úr loftbita fyrir ofan líkið.  Lögregla fer með rannsókn málsins og hefur líkið verið sent til rannsóknar til Strasbourg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar