Nú greina ensk blöð frá því að Erik ten Hag fyrrum stjóri Manchester United hafi ekki viljað sjá það að kaupa Joshua Zirkzee í sumar.
United keypti hollenska framherjann frá Bologna í sumar en hann hefur ekki fundið taktinn.
Zirkzee var ekki á blaði hjá Ten Hag en forráðamenn félagsins vildu kaupa 23 ára gamla framherjann.
Ensk blöð segja að Ten Hag hafi svo orðið pirraður þegar Zirkzee mætti til æfinga, hann var of feitur að hans mati.
Zirkzee hefur ekki enn komið sér í það form sem vænst er til af honum og hefur hann spilað minna og minna eftir því sem liðið hefur á tímablið.