fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Rúnar Alex fær hressilega á baukinn nú þegar tími Edu í Norður-Lundúnum er gerður upp

433
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 10:30

Arteta - Rúnar Alex og Edu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup Arsenal á Rúnari Alex Rúnarssyni eru þau verstu í tíð Edu sem yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta er skoðun Teamtalk sem er vinsæll knattspyrnuvefur í Bretlandi.

Það kom mörgum á óvart í gær þegar greint var frá því að Edu hefði sagt upp störfum hjá Arsenal, hefur hann verið nánasti starfsmaður Mikel Arteta hjá félaginu.

Edu hefur verið í starfi hjá Arsenal frá því árið 2019 og metur Teamtalk þau 36 kaup sem félagið hefur gert á þeim tíma.

Getty Images

Kaup Arsenal á Martin Odegaard eru þau bestu í tíð Edu en þar á eftir koma William Saliba og Declan Rice.

Af vef Teamtalk:

36 sæti – Rúnar Alex Rúnarsson
Markvarðarstaðan er sá hluti sem hefur farið í gegnum mestar breytingar í tíð Edu. Einn leikmaður kom án þess að skilja eftir sig eftirminnilega frammistöðu á góðan hátt, það var Rúnar Alex Rúnarsson.

Getty Images

Kom frá Dijon árið 2020 og átti að vera varamarkvörður en gat ekki haldið í þá stöðu eftir fyrsta tímabilið sitt.

Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði einn leik í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal lánaði hann svo þrisvar áður en félagið losaði sig við hann.

Grein Teamalk má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Í gær

Logi Hrafn samdi í Króatíu

Logi Hrafn samdi í Króatíu
433Sport
Í gær

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum