fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir á tilraunaútlögn malbiks frá í sumar sýna að útlögn blönduð lífbindiefni uppfyllir allar kröfur um hemlunarviðnám. Að auki stóðst það bæði hjólfarapróf og prófanir á nagladekkjaáraun. Með því að blanda  lífbindiefni í hefðbundið bik gæti heildarkolefnissparnaðurinn numið 4675 tonnum CO2eq. á ári (í meðalári)

Þetta eru niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á tilraunamalbiki sem lagt var út í sumar, nánar tiltekið 29. júní. Malbikið er þróað af Colas í samvinnu við Vegagerðina en Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir verkefnið. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Þrjár mismunandi tegundir malbiks voru lagðar út á Reykjanesbraut, ein með lífbindiefni sem er aukaafurð úr pappírsvinnslu og ein með lífbindiefni úr grænmetisolíum. Lífbindiefnin eru kolefnisneikvæð sem þýðir að kolefnisspor biksins er allt að 85% minna en í venjulegu biki.

Þetta er í fyrsta sinn sem lífbindiefni er notað í malbik með þessum hætti á umferðarþungan veg hér á landi. Áður hefur verið lagt sambærilegt malbik á göngustíg í Hafnarfirði. Samskonar lífbindiefni hafa verið notuð í malbik víða í Evrópu.

Fyrstu rannsóknarniðurstöður sýna að enginn sjáanlegur munur er á malbiksblöndunum þremur.

„Allar malbiksblöndurnar uppfylla kröfur um hemlunarviðnám en meðaltalshemlunarviðnámið var 0.75. Það má vera að lágmarki 0.55,“ segir Björk Úlfarsdóttir, deildarstjóri Umhverfis, gæða og nýsköpunarsvið Colas. Að auki standast allar útlagnirnar bæði hjólfarapróf sem og próf á nagladekkjaáraun. 

Hún segir að heildarkolefnissparnaður geti numiða allt að 4675 tonnum CO2eq á ári: „ Það samsvarar ársnotkun um 1500 fólksbíla án mikils ef nokkurs viðbótarkostnaðar. Vegagerðin og veghaldarar eru því í dauðafæri að lækka kolefnisspor við lagningu vega all verulega“ segir Björk. 

Auk þess að minnka kolefnisspor biksins þá mýkir lífbindiefnið malbikið en æ erfiðara verður að fá bik sem hentar íslenskum aðstæðum þar sem auðlindir eru af skornum skammti. 

Fylgst verður náið með þróuninni næstu 5 árin, með tilliti til hemlunarviðnáms og hjólfaramyndunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“