fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Svona sérðu hvort það er hægt að borða útrunninn mat

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 14:30

Notaðu þefskynið til að kanna hvort mjólkurvörur eru neysluhæfar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hafa allir lent í því að opna ísskápinn og að hafa þá séð einhverja matvöru sem grænir blettir eru komnir á, nú eða að það sé komin undarleg lykt af jógúrtinu. En áttu að taka sénsinn og borða þetta?

Það er nú mismunandi eftir því um hvaða matvæli er að ræða, hvort það sé í lagi að neyta þeirra eftir síðasta söludag.

Ef það er komin mygla á brauð, þá er ekkert annað að gera en henda því öllu. Ástæðan er að myglugróin dreifa sér hratt um mjúkt brauð og það er ekki þess virði að taka sénsinn og gera magann að tilraunadýri með því að borða það.

Ef það eru komnir myglublettir á harðan ost, þá er nóg að skera 2-3 cm þykkt stykki, þar sem myglublettirnir eru á kantinum, af. Þá er óhætt að borða hann.

Ef kálið lítur út eins og það hafi átt sérstaklega slæman dag og er mjög slappt, þá er bara að skella því í ískalt vatn í 10-15 mínútur. Það hressir mjög oft upp á kálblöðin. En ef kálið er orðið brúnt eða lyktar undarlega, þá er ekkert annað að gera en henda því.

Ef það er komin undarleg lykt af mjólkurvörum, þá er ekkert annað að gera en að henda þeim.

Ef kjötálegg er orðið slímugt eða lyktar eins og ruslahaugur, þá er svo sannarlega kominn tími til að henda því.

Þegar kemur að mat, þá eru skilningarvitin bestu vinir þínir. Ef eitthvað lítur út fyrir að vera vafasamt eða lyktar undarlega, þá skaltu bara henda því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn