Þrátt fyrir erfiðleika í fótboltanum er lífið að leika við Martin Odegaard fyrirliða Arsenal. Hann á von á sínu fyrsta barni og er búin að gifta sig.
VG í Noregi segir frá því að Odegaard og unnusta hans Helene Spilling hafi gengið í það heilaga.
Norskir miðlar komast að þessu vegna þess að Helene hefur nú bætt við eftirnafni Odegaard í þjóðskrá þar í landi.
Spilling er 28 ára gömul og er þremur árum eldri en fyrirliði Arsenal sem er meiddur.
Odegaard hefur verið meiddur í tvo mánuði og hefur Arsenal svo sannarlega saknað hans undanfarið innan vallar. Liðið hefur hikstað í fjarveru hans.