fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun í miðju Vetrarbrautarinnar

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 14:30

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar. Það var vitað að þar er risastórt svarthol og því kom það mjög á óvart að finna annað ekki svo fjarri. Það nýuppgötvaða er töluvert minna eða millistórt. Það leynist rétt aftan við miðju Vetrarbrautarinnar.

Live Science segir að IRS 13 stjörnuþyrpingin hafi lengi verið ráðgáta fyrir stjörnufræðinga. Hún er nærri miðju Vetrarbrautarinnar, eða í aðeins tíunda hluta ljósárs fjarlægð, þar sem Sagittarius A, ofurmassamikið svarthol er. Nálægð stjörnuþyrpingarinnar við þyngdaraflssvið þessa ofurmassamikla svarthols ætti að þýða að hún ætti ekki að hafa neina sérstaka lögun.

En stjörnufræðingar uppgötvuðu að heitar og massamiklar stjörnurnar í þyrpingunni hreyfast á skipulegan hátt. Telja stjörnufræðingarnir að ástæðan sé að þær séu tengdar svartholi sem togast á við Sagittarius A. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í The Astrophysical Journal.

Áður var vitað að til voru tvær tegundir svarthola – þau sem eru með massa sem er allt frá því að vera nokkrum sinnum massi sólarinnar upp í að vera massi á við massa nokkurra tuga sóla og ofurmassamikil svarthol en massi þeirra er allt frá því að vera nokkrum milljónum sinnum meiri en massi sólarinnar upp í að vera á við 50 milljarða sóla.

Vísindamenn hefur lengi grunað þriðja tegund svarthola sé til, þau sem eru með massa á bilinu 100 til 100.000 sinnum massi sólarinnar. Nokkrir líklegir kandídatar höfðu fundist áður en fyrrgreint svarthol fannst. Telja stjörnufræðingar líklegt að það sé í þessum flokki og hyggjast þeir rannsaka það enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Í gær

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp