fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 04:30

Dean Marroni. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snarræði unglingsstúlku varð til þess að kynferðisbrotamaður var handtekinn og settur á bak við lás og slá.

Stúlkan, sem er 14 ára, sat á bekk við Sandyland ströndina í Morecambe í Lancashire á Englandi síðdegis dag einn í september síðastliðnum. Þá settist Dean Marrioni, 34 ára, við hlið hennar. Hann ávarpaði hana og réðst síðan á hana og beitti kynferðislegu ofbeldi.

Stúlkan náði að hlaupa á brott en gerði smá hlé á hlaupunum til að taka farsímann sinn upp og taka mynd af Marroni. Hún lét lögreglunni myndina síðan í té.

Lögreglan segir að þetta snarræði hennar hafi orðið til þess að lögreglumenn gátu handtekið Marroni á heimili hans.

Metro segir að hann hafi verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi í síðustu viku fyrir árásina á stúlkuna. Hann játaði sök. Nafn hans verður einnig á skrá yfir kynferðisbrotamenn um ókomna tíð.

Eftir dómsuppkvaðninguna sagði talskona lögreglunnar að það séu ánægjuleg tíðindi að Marroni hafi verið dæmdur í fangelsi og til að sæta öðrum úrræðum.

Marroni var dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2021 en þá voru það kona og þrjár stúlkur sem urðu fyrir barðinu á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns

Setti fram hrollvekjandi kenningu um hvarf bróður síns