fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Eiginkonan sagðist vera búin að fyrirgefa honum – Svo var ekki og leynileg hefnd hennar tók mánuði

Fókus
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 08:47

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eiginkona mín sagði að hjónabandið væri búið, aðeins tveimur vikum eftir að við giftum okkur.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.

„Ekki nóg með það, þá féflétti hún mig eftir að hafa komist að því að ég væri að spjalla óviðeigandi við aðrar konur á netinu.

Hún flutti út með engum fyrirvara og skildi mig eftir með alla reikningana. Ekki nóg með það þá komst ég nýlega að því að hún hefur verið að féflétta mig mánuðum saman til að hefna sín á mér fyrir heimskuleg mistök mín.

Hún tæmdi sameiginlegan bankareikning okkar. Ég er miður mín.“

Maðurinn er 34 ára og eiginkona hans er 32 ára. Þau voru saman í fimm ár áður en þau gengu í það heilaga.

„Ég elskaði hana en sambandið var ekki það besta stuttu fyrir brúðkaupið.

Hún vann lengi og átti virkt félagslíf, sem þýðir að ég var mikið einn. Ég reyndi að tala við hana um það en hún sá ekki vandamálið. Það var þá sem ég klúðraði öllu. Ég var einmana og skráði mig á stefnumótasíðu, ég var alls ekki að leita að kynlífi. Mig vantaði bara einhvern til að tala við, ég var að leita eftir vinskap.

Ég byrjaði að tala við nokkrar konur. Sumar þeirra sendu mér kynþokkafullar myndir en ég sendi aldrei mynd til baka.

Auðvitað komst eiginkonan mín að þessu. Ég grátbað hana um að fyrirgefa mér og á endanum sagðist hún hafa gert það.“

En það var ekki rétt, eins og maðurinn komst að síðar.

Svaka skellur

„Hún var bara að bíða eftir rétta tímanum. Við giftum okkur og fórum í brúðkaupsferð, síðan fékk ég skilaboð frá henni á meðan ég var í vinnunni, þetta var meira að segja áður en við fengum brúðkaupsmyndirnar í hendurnar, að hjónabandi okkar væri lokið.

Þegar ég kom heim sá ég að hún var búin að pakka saman eigum sínum og hafði haft samband við lögfræðing til að ógilda hjónaband okkar. Það var engin leið til að fá hana til að skipta um skoðun.

Ég kíkti á heimabankann og sá að sameiginlegur reikningur okkar var nánast tómur. Hún hefur verið að taka út litlar fjárhæðir reglulega síðan hún komst að svikum mínum. Samtals er þetta mörg hundruð þúsund.

Ég veit að ég gerði heimskuleg mistök, en það sem hún hefur gert er mikið verra. Ég er miður mín… og gjaldþrota.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er skiljanlegt að þú sért miður þín vegna grimmilegra aðgerða eiginkonu þinnar. Hún hefði átt að vera hreinskilin við þig og hætta við brúðkaupið, í stað þess að ná fram fjárhagslegum hefndum í laumi, sem gæti jafnvel verið ólöglegt.“

Ráðgjafinn hvetur manninn til að hafa samband við lögfræðing og skoða sinn rétt.

„Varðandi andlegu hliðina þá hljómar eins og eiginkona þín hefur tekið ákvörðun. Og jafnvel þó þú gætir fengið hana til að skipta um skoðun, viltu hana í alvöru aftur, eftir allt sem hún hefur gert þér?

Ræddu við vin eða fjölskyldumeðlim, íhugaðu að fara til sálfræðings.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu