fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 13:50

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Edinborg í Skotlandi var kölluð út á laugardagskvöld eftir að vegfarendur í Cowgate-hverfinu höfðu samband.

Hópur vina var úti að skemmta sér þegar þeir gengu fram á eitthvað sem þeir töldu vera býsna raunverulega hrekkjavökuskreytingu: höfuðlaust lík og höfuðið skammt frá. Einn úr hópnum tók höfuðið upp og áttaði sig fljótlega á því, sér til mikillar skelfingar, að um alvöru höfuð af manneskju var að ræða.

Myndbönd af þessu hafa meðal annars verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur lögreglan í Edinborg biðlað til fólks að dreifa ekki myndum og myndböndum af líkfundinum.

Lögregla telur að fórnarlambið, 74 ára karlmaður, hafi dottið og orðið fyrir strætisvagni með fyrrgreindum afleiðingum skömmu áður en vegfarendur gengu fram á lík hans.

Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu á laugardagskvöld og var götum lokað og fólki á nærliggjandi börum gert að yfirgefa þá meðan á vettvangsrannsókn lögreglu stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins