Í skeyti lögreglu kemur fram að þegar lögreglumenn reyndu að ræða við manninn gat hann ekki átt í neinum samskiptum og ekki sagt til nafns.
Maðurinn hélt áfram að öskra svívirðingar og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna.
Á lögreglustöð hélt ástandið áfram óbreytt og gat maðurinn ekki tjáð sig öðruvísi en með því að öskra á lögreglu svívirðingar.
Að lokum varð ljóst að ekki væri hægt að ræða við manninn og hann því vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Maðurinn var með fíkniefni meðferðis.
Alls gista fjórir í fangageymslu lögreglu eftir nóttina og eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.