fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans

Eyjan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 08:30

Kamala Harris Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta vinkona Kamala Harris,varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, í framhaldsskóla minnist þess hvernig Harris bjargaði henni með því að veita henni húsaskjól og segir hún Harris hafa breytt öllum framtíðaráformum hennar um leið.

Wanda Kagan og Harris voru samnemendur og vinkonur í Westmount High School í Montreal. Að sögn Kagan vörðu þær miklum tíma saman í skólanum, tóku þátt í ýmsum verkefnum og viðburðum og fóru sem hópur með fleiri vinum á lokaball (e. prom) skólans, sem Kagan segir að hafi verið hugmynd Harris þar sem að sumir vinanna fóru ekki með deit á ballið. 

Wanda Kagan og Harris

Kagan rifjar upp að einn daginn hafi Harris tekið eftir að Kagan var ekki eins og hún ætti að sér að vera. Hún spurði mig að lokum hvað væri að. Ég hafði loksins ákveðið að trúa henni fyrir og segja henni frá að stjúpfaðir minn beitti mig líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Það var erfitt að segja frá, en Harris sagði strax: „Jæja, þú verður bara að koma og búa hjá okkur.“ Í fyrsta lagi vildi hún vita hversu lengi ofbeldið hafði staðið yfir. En ég hafði áhyggjur af hvað mamma hennar myndi segja um að ég myndi flytja inn. Hún hringdi svo í mömmu sína, Shyamala Gopalan, og mamma hennar svaraði að ég mætti flytja til þeirra. Og ég fór heim með þeim strax þennan dag, beint úr skólanum.“

Þetta var árið 1981 þegar vinkonurnar voru á sínu síðasta ári í menntaskóla. Kagan bjó hjá Harris og fjölskyldu hennar í nokkra mánuði. Segist hún loksins hafa fundið fyrir öryggi, en ofbeldi stjúpföður hennar hafði staðið yfir í nokkur ár og varð verra og verra. Hluti af ofbeldinu fólst í því að Kagan fékk ekki að borða og mætti hún því oft með engan hádegismat í skólann.

„Kamala var alltaf með svo góðan hádegismat og fljótlega fór hún að koma með hádegismat handa mér.“

Kagan segir góðvild sem þessa vera forsetaframbjóðandanum eðlislæg og lýsir hún Harris sem samúðarfullri manneskju með náttúrulega verndandi eðlishvöt.

Ákvað starfsferill eftir að hafa hjálpað Kagan

Harris deildi líka sögu sinni á X í október þegar hún upplýsti að það að hjálpa vini sínum væri ein af ástæðunum fyrir því að hún vildi verða saksóknari. Harris sagði Kagan það sama þegar þær endurnýjuðu kynnin árum eftir menntaskólann.

Það slitnaði upp úr vinatengslunum eftir að Harris flutti og fór í Howard háskólann á níunda áratugnum. Árið 2005 þegar Kagan hafði stofnað fjölskyldu og var í farsælu starfi 

í heilbrigðisgeiranum hringdi sameiginlegur vinur þeirra í hana og sagði henni að Harris hefði komið fram í þætti Oprah Winfrey, þá orðinn héraðssaksóknari fyrir San Francisco. Kagan fann tengiliðaupplýsingar fyrir skrifstofu Harris og skildi eftir skilaboð áður en dóttir hennar kom til hennar til að tilkynna henni að „vinur hennar frá Oprah“ væri að hringja.

„Ég man eftir því að hafa tekið upp símann og það er eins og, „Guð minn góður, ég trúi ekki að þú hafir hringt í mig aftur. Þú hlýtur að vera með skilaboð frá milljón manns um að hringja í þig,“ segir Kagan um fyrsta samtal þeirra eftir 20 ár. „Og svo sagði hún við mig: „Jæja, þú ert ekki bara hver sem er.“

„Hún hélt áfram að segja mér hversu mikil áhrif ég hafði á líf hennar og hvaða starfsferil hún valdi sér.“  Harris sagði æskuvinkonu sinni frá því að hún hefði valið lögfræðina eftir allt það sem hún gekk í gegnum fyrir og með Kagan, að hjálpa henni og standa upp fyrir hennar hönd.

„Það breytti einhverju innra með mér,“ sagði Harris. Kagan segir að Harris sé enn sama manneskjan og barðist fyrir hana í menntaskóla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna