Manchester United hefur aldrei byrjað verr í ensku úrvalsdeildinni en á þessu tímabili.
United er með 12 stig eftir fyrstu tíu leikina en liðið spilaði við Chelsea á heimavelli sínum í dag.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Bruno Fernandes kom heimaliðinu yfir áður en Moises Caicedo jafnaði metin.
United hefur ekki verið með 12 stig eftir tíu umferðir síðan 1986 en enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.
Ruud van Nistelrooy stýrði United í leiknum í dag en Ruben Amorim mun taka við störfum þann 11. nóvember.
With only 12 points, this is Man Utd’s worst start to a league campaign after 10 matches since 1986-87 😩 pic.twitter.com/wuvTKOk7xT
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) November 3, 2024