Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gerði mögulega mistök í gær er hans menn mættu Bournemouth á útivelli.
City var að tapa sínum fyrsta leik í 11 mánuði og um leið sínum fyrsta deildarleik á þessu tímabili.
Kyle Walker byrjaði í hægri bakverði City en hann hefur undanfarið verið frá vegna veikinda.
Walker spilaði síðast fyrir City þann 5. október og lék þá 29 mínútur í 3-2 sigri gegn Fulham.
Eftir leikinn í gær staðfesti Guardiola það að Walker hafi æft í sex mínútur samtals áður en hann steig inn á völlinn gegn Bournemouth.
,,Síðasti leikur hans var með landsliðinu og eftir það þá hefur hann ekki æft með okkur,“ sagði Guardiola.
,,Í gær þá mætti hann og æfði í sex mínútur. Það er staðan. Við sættum okkur við hana.“