fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 12:30

Atvikið átti sér stað á Digranesheiði á föstudag. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi á föstudag. Ökumaðurinn keyrði Suzuki Jimny bifreið.

Áreksturinn varð klukkan 13:57 á föstudag við Digranesheiði í Kópavogi. Ökumaður silfurlitaðrar Suzuki Jimny bifreiðar keyrði aftan á annan bíl og flúði svo af vettvangi.

Atvikið náðist á myndband. Faðir konunnar sem varð fyrir árekstrinum birtir myndbandið nafnlaust á samfélagsmiðlum og auglýsir eftir upplýsingum um atvikið.

„Myndband er birt með leyfi lögreglu,“ segir hann. „Ef einhver hefur upplýsingar má hinn sami hafa samband í síma 8981855 eða beint við lögreglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór bendir á „ógeðfellda“ staðreynd um arðsemi bankanna

Ragnar Þór bendir á „ógeðfellda“ staðreynd um arðsemi bankanna