Það eru góðar líkur á að Wayne Rooney sé í dag undir mikilli pressu sem þjálfari Plymouth á Englandi.
Rooney tók við félaginu í sumar í næst efstu deild Englands en staða liðsins í dag er ekki góð.
Plymouth spilaði við Leeds í gær í Championship deildinni og tapaði sannfærandi 3-0 á útivelli.
Ekki nóg með það heldur var Plymouth 22 prósent með boltann og átti ekki skot á mark og heldur ekki skot að marki.
Plymouth er í fallsæti eftir 13 leiki en liðið er aðeins með 12 stig eftir 13 leiki og er útlitið ekki bjart.
Rooney og hans menn hafa fengið á sig 25 mörk í þessum leikjum og skorað 13 en aðeins Portsmouth hefur fengið á sig fleiri mörk.