fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Eyjan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Borgartúnshægrið“ reyndi að koma í veg fyrir hlutdeildarlánin sem nú hafa sannarlega sannað gildi sitt. Erfitt hefur verið að ná pólitískri samstöðu um að styðja við ungt fólk og barnafólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Deilur í ríkisstjórninni hafa þvælst fyrir en framsóknarmenn hafa reynt að halda sínu striki þrátt fyrir vandamál hægri og vinstri jaðranna í stjórninni. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Allir ríkisstjórnarflokkarnir eru í ákveðnum áskorunum skulum við segja. Við höfum lagt áherslu á það í þessum deilum sem hafa verið og ég hef lagt áherslu á það í mínum störfum, í þessum deilum milli ysta vinstrisins og hægrisins, að einbeita okkur að okkar verkefnum og okkar störfum. Það hef ég gert í mínu ráðuneyti, bæði í menntamálunum, barnamálunum, íþróttunum, og ég trúi því að þegar við komumst út og förum að segja frá því, þá muni þetta nú koma,“ segir Ásmundur Einar.

Hann segir það ekkert nýtt að Framsókn hafi staðið tæpt á höfuðborgarsvæðinu, staðan nú sé ekkert dekkri en hún var í aðdraganda þess að hann flutti sig úr Norðvesturkjördæmi til Reykjavíkur á sínum tíma. „Lengi vel framan af þar var ég ekki að mælast inni. Það er hins vegar svo að ég brenn fyrir þau störf sem ég hef verið að vinna. Ég hef fundið það núna þegar við erum að komast út á meðal fólks bara núna síðustu vikuna, þegar við erum að hefja þessa baráttu, að það er stuðningur við það og og það hefur kveikt neistann enn meira því að ég trúi því að við þurfum að nálgast verkefnin eins og við höfum verið að gera, með samvinnu, samstarfi ólíkra aðila, en um leið stíga miklu fastar inn þegar kemur að stuðningi við börn, stuðningi við fjölskyldur og stuðningi við fjölskyldufólk.“

Hann segir að í þessu stjórnarsamstarfi hafi vissulega verið áskoranir, mjög mikilvægt sé að næsta ríkisstjórn taki mun fastar á þeim málum.

En bendir fylgi stjórnarflokkanna ekki einfaldlega til þess að kjósendur séu að senda þau skilaboð að ríkisstjórnin hafi ekki staðið sig vel?

„Ég held að það hafi talsverð áhrif, þessar gríðarlegu vaxtahækkanir sem hafa verið, og aðli máls samkvæmt þá þá hefur það áhrif þegar kemur að fylgi, skárra væri það, það að greiðslubyrði lána hækki og verð hækki vegna vaxtahækkana og annað hefur áhrif á venjulegar fjölskyldur og það er ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunarferlið er að byrja að komast í gang núna.“

Ásmundur Einar gagnrýnir bankana fyrir að vera of frekir til vaxtanna og bendir á að Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi sagt þá taka of mikið til sín. Hann telur ástæðu til að stíga fastar inn í þeim málum alveg eins og stíga verði ákveðnar inn í þágu barnafjölskyldna og varðandi húsnæðisstuðning almennt.

„Mér hefur fundist skorta á það að við næðum pólitískt saman um að við stigjum fastar inn gagnvart ungu fólki sem er að stíga inn á fasteignamarkaðinn. Ég man eftir því þegar ég var húsnæðisráðherra á síðasta kjörtímabili og við vorum að koma svonefndum hlutdeildarlánum á, sem hafa núna aldeilis sannað gildi sitt, og eru að gera það að verkum að ungt fólk er að komast inn á húsnæðismarkaðinn, að svona „Borgartúnshægrið“ á Íslandi barðist mjög gegn því að hlutdeildarlánin næðu fram að ganga; sendu umsagnir til þingsins um að þetta væri stórhættulegt og myndi brengla húsnæðismarkaðinn o.s.frv.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?