fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Ólafur Arnarson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 13:30

Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigri Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn mun Noregur verða að ganga í Evrópusambandið, rétt eins og Svíar og Finnar sáu sig nauðbeygða til að ganga í NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þetta mun leiða til þess að við Íslendingar munum ekki eiga annarra kosta völ en að ganga líka í ESB. Sigur Trumps gæti gert ESB aðild Íslands að kosningamáli í komandi þingkosningum.

Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands setti á Facebook síðu sína í fyrradag. Hann segist hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum frá því að hann flutti þangað út sem námsmaður fyrir nær 40 árum og segir kosningabaráttu Donalds Trump og Kamala Harris vera einstaka.

Verði Trump kosinn forseti, eins og margt bendir til á þessari stundu, telur Sigurður að tvennt muni gerast:

Í fyrsta lagi er hann líklegur til að nota Poject 2025 (Presidential Transition Project) sem leiðarvísi um valdið. Það og fleiri stefnumál hans (tollar á innfluttar vörur) eru líkleg til að einangra Bandaríkin töluvert frá öðrum lýðræðisþjóðum. Í öðru lagi mun afstaða hans og aðgerðir í tengslum við NATO gjörbreyta stöðunni í heimsmálunum, hvort sem Bandaríkjamenn muni annað hvort draga sig út úr NATO (sem gæti orðið mjög snúið) eða einfaldlega lama bandalagið með aðgerðaleysi sínu og þverrandi stuðningi.“

Hann telur að ef þetta gangi eftir muni viðbrögð í okkar heimshluta verða að minnsta kosti tvenns konar:

  • Evrópusambandið muni þétta raðir sínar og leggja áherslu á að efla samstarf á öllum sviðum, ekki bara hernaðarlega heldur einnig á sviði viðskipta og menningu.
  • Þá muni Noregur verða mun líklegri en ella til að ganga í ESB og raunar vart telja sig eiga annarra kosta völ, rétt eins og Finnar og Svíar töldu sig tilknúna til að ganga í NATO þegar Rússar hófu hernaðarbrölt sitt í austrinu.

Sigurður Gylfi telur að þetta muni gerast eins og hendi sé veifað, verði Trump kjörinn á þriðjudag og að þetta muni setja verulegan þrýsting á breytta afstöðu Íslands í Evrópumálum og að við Íslendingar munum ekki eiga aðra kosti en að ganga líka í bandalagið.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að kosningar í USA muni hafa áhrif á kosningabaráttuna á Íslandi þær rúmu þrjá vikur sem eftir lifir af henni þegar bandaríska þjóðin hefur gengið að kjörborðinu. Hvernig munu íslenskir stjórnmálamenn bregðast við tíðindum úr Vesturheimi? Velti fyrir mér hvort að Evrópuumsókn Íslands muni komast óvænt á dagskrá á síðustu metrum kosningabaráttunnar hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda