Benóný Breki Andrésson framherji KR sem bætti markametið í efstu deild með 21 marki í sumar skoraði 15 af þessum mörkum gegn slakari liðum deildarinnar.
Það er Elfa Björk sem oft kemur með skemmtilega tölfræði úr Bestu deildinni sem tekur saman.
Benóný skoraði meðal annars ellefu m örk eftir að deildinni var skipt í tvennt þar sem KR var í hópi með slakari liðum deildarinnar.
Af þeim ellefu mörkum sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Val í Bestu deildinni komu átta af þeim gegn betri liðum deildarinnar.
Þrír markahæstu leikmenn deildarinnar eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum gegn slakari liðunum.
Loks féll markametið í efstu deild karla! Benóný Breki Andrésson á það núna einn. Langar einhvern til að giska á hversu lengi það muni standa í 21?
Hér er ný tafla yfir markahæstu menn sumarsins og skiptingu á því hvernig þau skiptust gegn liðum í efri og neðri hluta pic.twitter.com/epFnnqxeAP
— Elfa Björk (@ElfaBSig) October 31, 2024