Arsenal og Liverpool eiga bæði góðan möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina á tímabilinu að mati Jimmy Floyd Hasselbaink.
Hasselbaink er fyrrum leikmaður Chelsea en hann telur að City sé ekki jafn gott í dag og á síðasta tímabili eða árin áður.
Hasselbaink virðist einnig skjóta á Erling Haaland, markavél City, og segir að hann hafi lítinn vilja til að pressa varnir andstæðingana.
,,Ef Arsenal eða Liverpool vilja vinna deildina þá er þetta rétta árið. Ég horfi á þetta City lið og þeir eru ekki jafn góðir og á síðustu árum,“ sagði Hasselbaink.
,,Þegar þeir spiluðu við Fulham á heimavelli þá var ég eiginlega í sjokki. Fulham spilaði mjög vel og var lengi vel með boltann.“
,,Ég veit ekki hvort önnur lið séu orðin betri eða hvort þeir séu orðnir lélegri. Ég hallast að því síðarnefnda því þeir eru með Haaland og það er leikmaður sem pressar ekki vel“
,,Þeir eru á toppi deildarinnar en ég held að þeir séu ekki jafn góðir og áður.“